Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfum Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas hf. vegna Ammann 1, Ammann 2, Anomatic, Benninghoven og Marini.

Um er að ræða breytingu á starfsleyfum rekstaraðila þar sem ákvæði starfsleyfanna um stöðuleyfi er fellt á brott. Nafn rekstraraðila hefur tekið breytingum og heitir í dag Colas Ísland ehf., kennitala rekstraraðila hefur ekki tekið breytingum.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að breytingu á starfsleyfunum, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, á tímabilinu 8. nóvember til 5. desember 2024.

Umhverfisstofnun auglýsti breytingartillögu á tímabilinu 8. nóvember til og með 5. desember 2024 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.

Ákvörðun um breytingu á starfsleyfum