Stöðuskýrsla

Stöðuskýrslan var unnin undir umsjón Umhverfisstofnunar í samráði við vatnasvæðanefndir og komu ráðgjafanefndir, heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og sérfræðistofnanir auk þess að henni. Drög að skýrslunni voru sett í kynningu í sex mánuði í þeim tilgangi að fá fram umræðu meðal almennings, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og þeirra sem vinna með vatn. Á kynningartímanum bárust ný gögn, ásamt leiðréttingum og ábendingum, sem tekið var tillit til í endanlegri stöðuskýrslu, og hefur hún því tekið töluverðum breytingum síðan.

 

Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands

Endanleg stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands var gefin út þann 20. desember 2013.

Athugasemdir sem bárust á kynningartíma fyrir drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands:

 

 

 

 

Skýrsla til Eftirlitsstofnunar EFTA um innleiðingu vatnatilskipunar ESB (samanber greinar 5 og 6).