Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Grafarvogur innan Gullinbrúar

Mynd: Jón Stefán Jónsson
Mynd: Jón Stefán Jónsson

Samstarfshópur, sem skipaður er fulltrúum Umhverfisstofnunar, Reykjavíkurborgar sem einnig er landeigandi og fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,  vinnur nú að undirbúningi friðlýsingar Grafarvogs innan Gullinbrúar, í samræmi við málsmeðferðarreglur náttúruverndarlaga.   

Verndargildi svæðisins
Fjölbreytt fuglalíf er við Grafarvog innan Gullinbrúar og fara þar um þúsundir vaðfugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda, s.s. rauðbrystings, sanderlu, lóuþræls, heiðlóu, jaðrakans og fleiri tegunda. Svæðið er auk þess mikilvægur fæðuöflunarstaður fugla allt árið um kring. Innri hluti svæðisins er einn af fáum óspilltum leirusvæðum innan borgarmarkana. 
Grafarvogur ásamt leirum er skráður á náttúruminjaskrá (126) sem einn mikilvægasti viðkomustaður farfugla, einkum vaðfugla, á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vera hluti af stærri tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands (Elliðárvogur-Grafarvogur)  sem svæði á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár í samræmi við lög nr. 60/2013 um náttúruvernd. 

Leirur svæðisins, sem fóstra mikið fuglalíf, njóta jafnframt sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. 
Þá er vogurinn vinsælt útivistarsvæði og þykir aðgengilegur til náttúruupplifunar og fuglaskoðunar. 

Mynd: Jón Stefán Jónsson
Mynd: Jón Stefán Jónsson

Áform um friðlýsingu auglýst 2021
Með áformum um friðlýsingu svæðisins er horft til þess að vernda til framtíðar náttúrulegt ástand Grafarvogs og líffræðilega fjölbreytni hans, þ.m.t. mikilvægar fjöruvistgerðir, búsvæði fugla og óspillta leiru.
Áform um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leiruvogs sem friðlands, sbr. 49. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, voru auglýst þann 12. júlí 2021, í samræmi við málsmeðferðarreglur 2. og 3. mgr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega. Auglýsing um áformin var birt í Lögbirtingarblaðinu, vefmiðli Morgunblaðsins, vefmiðli Mosfellings og á heimasíðu og facebooksíðu Umhverfisstofnunar, auk þess sem hagsmunaaðilum var sent bréf þar sem upplýst var um auglýsinguna, hvar hana var að finna og á hvaða tíma gafst tækifæri til að gera athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 10. ágúst 2021. 

Alls bárust erindi frá 8 aðilum á kynningartíma. Gerð er grein fyrir þeim athugasemdum/ábendingum sem bárust vegna áformanna ásamt viðbrögðum samstarfshópsins við þeim í Umsögn um athugasemdir sem bárust á kynningartíma áforma um friðlýsingu svæðið innan Gullinbrúar í Grafarvogi.

Tillaga að friðlýsingu 
Samstarfshópurinn vinnur nú drög að friðlýsingarskilmálum fyrir svæðið. Tillagan verður lögð fyrir landeigendur/rétthafa lands og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Þá verður tillagan auglýst opinberlega og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana.

Mynd: Jón Stefán Jónsson
Mynd: Jón Stefán Jónsson

Frekari upplýsingar veita  Eva Sólan (evasolan@ust.is) og Davíð Örvar Hansson (davidh@ust.is) eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl: