Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Látrabjarg

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg fór í 6 vikna opnu kynningarferli í apríl og var frestur til að skila inn athugasemdum til og með 7. maí 2024. 

Áætluninni varð vísað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar þann 16. maí 2024.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vesturbyggðar og landeigenda vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg.

Látrabjarg var friðlýst sem friðland í mars árið 2021. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt lífríki Látrabjargs og búsvæði fugla og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins og landslagi. Enn fremur er markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar og menningararf svæðisins en um menningarminjar fer samkvæmt ákvæðum minjalaga nr. 80/2012. 

Friðlandið er um 37 km2 að stærð og er bæði um verndarsvæði á landi og í hafi að ræða.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð var áhersla á opið og gagnsætt ferli og voru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veitir Edda Kristín Eiríksdóttir eddak@umhverfisstofnun.is  eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl:
Samráðsáætlun/hagsmunaaðilagreining 

Fundargerðir samstarfshóps

Fundargerðir samráðsfunda