Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Snævarr Guðmundsson

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru með þjónustu við ferðamenn að leiðarljósi.

Starfið snýr að megninu til að umsýslu með landvörðum, verkstjórn, almennum viðhaldsverkefnum, daglegri umsjón með gestastofu og sýningu, fræðslumálum og fleiru sem lýtur að móttöku ferðamanna. Leitað er af starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru með þjónustu við ferðamenn að leiðarljósi.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Kunnátta í ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Landvarðarréttindi er kostur
  • Verkkunnátta og reynsla/áhugi af útivinnu
  • Þekking á staðháttum er kostur
  • Þekking og/eða reynsla af miðlun upplýsinga til ólíkra hópa
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði
  • Samstarfshæfni og sveigjanleiki í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Starfssvæði er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlöndin að Búðum og Arnarstapa – Hellnum. Starfsaðstaða er á skrifstofu þjóðgarðsins á Hellissandi og í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2013.

Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is