Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Handbók fyrir sund- og baðstaði hefur verið gefin út. Handbókin er fyrir stjórnendur og starfsfólk sund- og baðstaða, eftirlitsaðila, hönnuði og þá sem selja búnað fyrir sundlaugar. Farið er yfir fjölmörg atriði í handbókinni t.d.:
  • Hvernig á hreinsibúnaður að vera?
  • Hreinsun á vatni og heilnæmi vatns
  • Um sýnatöku
  • Hversu margir laugarverðir eiga að vera?
  • Hæfniskröfur laugarvarða
  • Hverjir eiga að hafa eftirlit og með hverju? 
  • Hvað þurfa starfsmenn sundstaða að skrá?
  • Um aðgengi fyrir fatlaða 
  • Loftræsing í innilaugum 
  • Öryggi á sundstöðum 

Farið yfir þær kröfur og reglur sem koma fram í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum (nr. 814/2010 með síðari breytingum). Handbókin skýrir og leiðbeinir um það sem kemur fram í reglugerðinni.

Reglugerðin gildir um búnað, hreinlæti og þrif á sund- og baðstöðum og í nánasta umhverfi þeirra, hreinsun, sótthreinsun baðvatns, aðbúnað gesta, öryggi og mengunarvarnir. Heilbrigðiseftirlit á hverjum stað hefur eftirlit með því að farið sé að ákvæðum reglugerðarinnar. 

Tengd skjöl

Handbók fyrir sund- og baðstaði