Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Þann 8. janúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir starfsemi Efnaeimingar ehf., Seljavogi 14, Reykjanesbæ. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 1. nóvember - 27. desember 2012 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Efnaeimingu heimilt að endurvinna allt að 80 tonn á ári af tilteknum spilliefnum í vökvafasa. Starfsleyfið tekur einnig til geymslu hráefnis og afurða og flutnings spilliefna til og frá starfstöð fyrirtækisins. Gildir starfsleyfið til næstu 16 ára. Eftirlit með starfseminni er í höndum Umhverfisstofnunar.