Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Rjúpa
Opnað hefur verið fyrir skilavef til að skila inn veiðiskýrslu og sækja um nýtt veiðikort. Sú breyting hefur verið gerð á skilavefnum að umsókn um hreindýraveiðileyfi hefur verið skilin frá þeim skilavef. Fara þarf sérstaklega inn á umsóknarvef fyrir hreindýr en sama aðgangsorð er notað til að komast þar inn og á skilavef fyrir veiðiskýrslur. Umhverfisstofnun er nú að senda út aðgangsorðin með tölvupósti. Það ættu allir að hafa fengið aðgangsorðið fyrir lok dags á föstudag.