Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður á vormánuðum 2013. Jón Björnsson sérfræðingur á Hornstrandastofu sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðisins. Námskeiðið spannar tæpar 100 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 14. febrúar og lýkur 10. mars. Nemendur sem ljúka landvarðar-námskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu. 

Námskeiðið

Námskeiðið verður kennt milli kl. 17:00 og 21:00, alls 8 kvöld og fjórar helgar milli klukkan 09:00 og 16:00. Fjögurra daga vettvangs- og verkefnaferð verður í Skaftafell í Öræfum. Námskeiðið verður boðið sem staðarnám og fjarnám. Fjarnemar hafa skyldumætingu í Skaftafellsferðina og lokahelgina.

Námskeiðið verður haldið á 5. hæð í húsnæði Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Allir fyrirlestrar verða teknir upp þar og settir á netið í lok hvers dags. 

Nemendum af öllu landinu gefst kostur á að taka þátt. Lágmarksaldur þátttakenda er 20 ára á árinu. Lágmarksfjöldi þátttakenda til að námskeið verði haldið er 25 og hámarksfjöldi 30. 

Námskeiðsgjöld eru 150.000 kr og standa undir öllum kostnaði við námskeiðið. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru kennsla, kennslugögn og vettvangsferðir. Einnig fæðis- og gistikostnaður verkefnaferðar í Skaftafell. Námskeiðið er styrkhæft hjá mörgum starfsmenntunarsjóðum.

Nánari upplýsingar og skráning 

Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Jón Björnsson í síma 591 2000 eða netfang: jonb@ust.is. Jafnframt ber að senda skráningar á námskeiðið til hans, Í skráningu skal koma fram nafn, heimilisfang og kennitala nemenda, netfang og símanúmer og núverandi starf. Skráningafrestur er til 8. febrúar 2013.

 Dagskrá Landvarðarnámskeiðsins