Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

01. febrúar 2013 | 08:09

Skil á veiðiskýrslum vegna veiði 2012

Fuglar
Umhverfisstofnun hefur lokið við að senda út lykilorð með tölvupósti til allra veiðikorthafa vegna skila á veiðiskýrslu og umsóknar um nýtt veiðikort. Einnig hafa verið sendar út veiðiskýrslur til þeirra aðila sem skila ekki inn rafrænt. Þeir sem skila inn rafrænt í gegn um vef Umhverfisstofnunar og hafa ekki fengið lykilorð í tölvupósti er bent á að skoða í ruslpóstinn ef notast er við Gmail eða Hotmail. Þessi póstforrit eru með öflugar síur sem eiga það til að setja póst frá Umhverfisstofnun í ruslið. Ef pósturinn með lykilorðinu er ekki þar þá er hægt að senda póst á ust@ust.is eða hringja í síma 591-2000 og biðja um aðstoð.