Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur verið með til athugunar hvers vegna hækkun á styrk flúors greindist í Reyðarfirði í fyrra. Þar á meðal niðurstöður greininga á flúor í grasi, heyi, korni, matvöru og búfé í Reyðarfirði, ásamt greinargerðum Alcoa Fjarðaáls og skýringum á orsökum. Upplýsingar sem málið varða hafa jafnóðum verið settar á heimasíðu stofnunarinnar á sérstaka upplýsingasíðu um flúor í Reyðarfirði.

Vegna yfirferðar Umhverfisstofnunar á málinu var með bréfi dagsett 13. desember sl. óskað eftir upplýsingum hjá Matvælastofnun hvort umrædd gögn kölluðu á viðbrögð vegna heilnæmis fóðurs, hollustu matvæla eða dýraheilbrigðis. Matvælastofnun hefur nú sent Umhverfisstofnun niðurstöður á þeirri yfirferð með bréfi dagsett 1. febrúar 2013. Umhverfisstofnun hefur gefið Alcoa Fjarðaáli kost á að koma fram sínum sjónarmiðum vegna niðurstöðu Matvælastofnunar og óskað eftir því að athugasemdir, ef einhverjar eru, verði sendar stofnuninni eigi síðar en 8. febrúar nk. 

Umhverfisstofnun væntir þess að greina frá niðurstöðum sinnar athuganar á málinu í heild fljótlega í kjölfarið.

Tengd skjöl