Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. í Dýrafirði. Um er að ræða starfsemi sem hefur verið rekin í firðinum í nokkur ár. Á þeim tíma var fyrirtækið með starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd og undir mengunarvarnaeftirliti frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Flutningur á starfsleyfinu yfir til Umhverfisstofnununar kemur til vegna þess að reksturinn hefur aukist og hefur farið upp fyrir hámarksstærð (200 tonna framleiðslu á ári) sem heilbrigðisnefndir mega veita starfsleyfi fyrir. Meðan unnið var að gerð starfsleyfis fór reksturinn reyndar yfir framleiðslumörkin en rekstraraðili fékk tímabundna undanþágu til þess frá umhverfisráðuneytinu. 

Stofnunin auglýsti tillögu að starfsleyfi á tímabilinu 8. nóvember 2012 til 3. janúar 2013. Fimm aðilar sendu athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma. Vegna athugasemda sem komu frá Orkustofnun, var ákveðið að minnast sérstaklega á það í texta starfsleyfisins að umhverfisvöktun nái yfir áhrif á kalkþörunga. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við athugasemdum hafa verið tekin saman með greinargerð sem fylgir fréttinni. Þá er athugasemd Orkustofnunar birt í heild. 

Rekstraraðili fær með starfsleyfinu heimild að framleiða allt að 2.000 tonn samtals af regnbogasilungi eða laxi á ári í sjókvíum í Dýrafirði. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 28.febrúar 2029.

Tenglar