Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf svæðalandvarðar á Suðurlandi sem hefur umsjón með friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar á Suðurlandi með áherslu á umsjón friðlandsins að Fjallabaki. 

 Helstu verkefni sérfræðingsins eru: 

  • Dagleg umsjón með friðlandi að Fjallabaki.
  • Umsjón með öðrum náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi. 
  • Stjórnsýsla almannaréttar og útivistar 

 Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í jarðfræði, náttúrulandfræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. 

Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:

  • Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd. 
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og almennum rekstri. 
  • Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa. 
  • Þekking á friðlandi að Fjallabaki
  • Reynsla af útivist. 
  • Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 
  • Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskipum. 

Starfsaðstaða sérfræðingsins er í Miðjunni, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu sem og innan friðlands að Fjallabaki meðan hálendisleiðir eru færar.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Ólafur A. Jónsson, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 591 2000. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. 

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf eigi síðar en 2. maí. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. 

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2013. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

 Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.