Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frávikum fækkar um 69 á milli 2011 og 2012, úr 200 í 131 eða um 35%. Mest munar þar um mikla fækkun frávika hjá úrgangs- og efnamóttökum en minni breytingar í öðrum flokkum. Umhverfisstofnun væntir þess að fjöldi frávika muni áfram fækka á komandi árum. Stofnunin hefur eftirlit með 129 fyrirtækjum.

Búið er að bæta úr 88% þeirra frávika sem komu fram í eftirliti 2011 og í febrúar 2013 er búið að bæta úr 31% frávika sem komu fram í eftirliti á árinu 2012. Fyrir eftirlitsárið 2011 var sambærilegum árangurstölum ekki náð fyrr en um miðjan maí 2012 svo ljóst er að starfsleyfishafar eru nú að bæta fyrr úr þeim frávikum sem koma fram.

 

 2011 Fjöldi frávika Fjöldi starfsleyfa sem
 fengu eftirlit
Meðaltal frávika á eftirlit Úrbótum lokið Samþykkt áætlun Úrbótum ólokið Lokið eða samþ. áætlun
Úrgangur og efnamóttaka 136  39
3,5  114 5 17 88%
Fiskimjölsverksmðjur 19  11  1,7  58% 
Fiskeldi og kræklingarækt 11  20  0,6  100% 
Olíubirgðastöðvar 14  37  0,4  13  100% 
Verksmiðjur 17  10  1,7  12  100% 
Álver 0,3  100% 
Efnaiðnaður 0,7  100% 
Alls 200  123  1,6  159  16  25  88% 

Öllum frávikum er fylgt eftir þar til bætt hefur verið úr. Almennt dugar að óska eftir úrbótum en stundum þarf að beita áminningum. Sjaldan kemur til þess að beita dagsektum en einnig hefur stofnunin lokunarheimildir. Engin ákvörðun Umhverfisstofnunar um áminningar eða dagsektir hefur verið kærð. 

Mörg fyrirtæki standa sig þó vel. Á árinu 2012 voru 48 fyrirtæki af þeim 109 sem fengu eftirlit án fráviks. Markmið Umhverfisstofnunar er að fjölga þeim fyrirtækjum sem eru án fráviks og almennt fækka frávikum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa fyrst og fremst snúið að hertu eftirliti og miðlun upplýsinga. Stofnunin skoðar nú önnur úrræði, þ.á.m. hvernig hvetja megi fyrirtæki til þess að ná mjög góðum árangri í því að draga úr áhrifum starfsemi á umhverfið.

 2012 Fjöldi frávika Fjöldi starfsleyfa sem
 fengu eftirlit
Meðaltal frávika á eftirlit Úrbótum lokið Samþykkt áætlun Úrbótum ólokið Lokið eða samþ. áætlun
Úrgangur og efnamóttaka 57  26 2,2 17 7 22 42%
Fiskimjölsverksmðjur 10 11  0,9  100% 
Fiskeldi og kræklingarækt 17 20  0,9  14  18% 
Olíubirgðastöðvar 16 34  0,5  13  94% 
Verksmiðjur 24 11  2,2  10  71% 
Álver 4 25% 
Efnaiðnaður 3 100% 
Alls 131 109  1,2  16  25  47  31% 

Umhverfisstofnun hefur frá árinu 2008 hert eftirlit sitt og breytt verklagi hvað það varðar. Frávik eru betur skráð, þeim er öllum fylgt eftir og þvingunarúrræðum beitt. Meðfylgjand mynd sýnir að fyrir þær breytingar var þvingunarúrræðum, s.s. áminningum, sjaldan beitt. Fækkun frávika milli ára bendir til þess að þær breytingar sem ráðist var í, þar á meðal markvissari beiting þvingunarúrræða, séu að skila árangri.

Eftirlit og starfsleyfisútgáfa Umhverfisstofnunar var yfirfarin af IMPEL (samstarf stofnana í Evrópu um innleiðingu og eftirfylgni umhverfislöggjafar) í ágúst 2012. Meginniðurstöðurnar voru þær að uppbygging og framkvæmd eftirlitsins hérlendis sé sambærilegt því sem gerist í Evrópu og uppfyllir lágmarksviðmið. 

Fylgstu með eftirlitinu

Á umhverfisstofnun.is er hægt að skoða allar eftirlitsskýrslur og ýmis gögn sem tengjast þeim fyrirtækjum sem eru undir eftirliti. Hvert fyrirtæki er með sérstaka síðu þar sem birtar eru eftirlitsskýrslur, bréf vegna beitingu þvingunarúrræða, mælingar og fleira tengt. Hægt er að skoða yfirlit yfir fyrirtækin á korti af Íslandi þannig að auðvelt sé að finna fyrirtæki hvar sem er á landinu.

Tengt efni