Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Gefið hefur verið út starfsleyfi fyrir Íslandsbleikju, Öxnalæk. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir Íslandsbleikju ehf., Öxnalæk, á tímabilinu 28. desember 2012 til 22. febrúar 2013. Tillagan lá á sama tíma frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar. Tillagan var auk þess send til Íslandsbleikju ehf., Hveragerðisbæjar, Fiskistofu og Heilbrigðisnefndar Suðurlands þar sem athygli var vakin á að tillagan væri komin fram. 

Ekki komu fram neinar athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma. 

Umhverfisstofnun ákvað hins vegar við lokaafgreiðslu málsins að samræma mælikafla starfsleyfisins við starfsleyfi Klausturbleikju ehf. til að tryggja jafnræði og til að mögulegt sé að nota fleiri en eina aðferð til meta losun næringarefna frá rekstrinum. Þá var mælitíðni samræmd í starfsleyfunum. 

Einnig voru leiðréttar nokkrar smávægilegar villur í textanum.