Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Fiskeldisstöðin Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði hefur óskað eftir því að heimild starfsleyfis verði víkkuð út þannig að hún miðist framleiðsluna í heild, en tilgreini ekki sérstakt hámark fyrir hverja tegund sem heimilt sé að ala. Beiðnin er til komin vegna þess að áætlað er að laxeldið muni aukast í stöðinni. Ekki er verið óska eftir því að framleiðsluheimild sé aukin í heild.

Rekstraraðili hefur aflað álits Skipulagsstofnunar þess efnis að áformin rúmist innan þeirra forsendna sem fyrri umfjöllun hennar byggði á. 

Umhverfisstofnun telur að þessi áform kalli á breytingu á grein 1.2 í starfsleyfi fyrirtækisins. Stofnunin hefur fallist á að leggja fram breytingartillögu og auglýsir hana hér með á sama hátt og þegar auglýst er ný tillaga að starfsleyfi. Tillagan er auglýst á tímabilinu 5. apríl til 31. maí 2013 og frestur til að gera athugasemdir er því til 31. maí 2013.