Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Rúmlega 260 hreindýraleyfum verður úthlutað að nýju þar sem þeim var skilað inn eða staðfestingargjald ekki greitt fyrir tilskilinn tíma. Fyrstu leyfunum er úthlutað á þá sem eru á fimmskiptalista á hverju svæði og síðan eftir röð á biðlista sem varð til við útdráttinn í febrúar. Þeir sem fá úthlutun nú fá sendan tölvupóst í byrjun næstu viku. Eftir að þessari úthlutun er lokið verður tafla yfir stöðu biðlista uppfærð á síðunni.