Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í síðastliðnum mánuði voru sex stórir stafir (8-9 m á hæð) úðaðir með olíumálningu á hól í miðju náttúruvættisins Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Áletrunin var mjög áberandi og greinilegt var að mikil vinna hafði farið í að búa hana til. Náttúruáletranir eru óheimilar skv. lögum um náttúruvernd. Í síðustu viku lét Umhverfisstofnun afmá stafina úr gígnum. Að mestu var notast við efni úr gígnum til að hylja áletrunina, en um 10 lítrar af grárri málningu og svolítið af þynni var notað til að úða fyrst á áletrunina til að hylja hana enn betur. Nú sjást nánast engin ummerki eftir áletrunina. Ekki er útilokað að til frekari aðgerða þurfi að grípa síðar í sumar.

Hverfell - mynd tekin eftir að skemmdarverkið var afmáð