Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Ráðstefna um súrnun hafsins á norðurslóð (Arctic Ocean Acidification) var haldin í Bergen í Noregi dagana 6.-8. mái. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður matskýrslu AMAP (Arctic Monitoring And Assessment Programme) vinnuhóps um súrnun í Norðurhöfum.

Af niðurstöðum frá ráðstefnunni má nefna:

  • Súrnun í Norðurhöfum gerist mun hraðar en búist var við.
  • Upplýsingar og vöktunarmælingar um súrnun eru að mjög skornum skammti.
  • Það er mismunandi eftir svæðum hversu mikil súrnunin er.
  • Afrennsli og eyðing stranda hafa áhrif á súrnunarferilinn. 
  • Súrnun er aðeins einn af þeim drifkröftum sem hafa áhrif á lífríkið.
  • Með því a minnka önnur mannleg áhrif á lífríki hafsins er hægt að auka þol gagnvart súrnun.
  • Súrnin mun líklega hafa áhrif á lífrík hafsins á Norðurslóðum og því hugsanlega mikil félagsleg og efnhagsleg áhrif. 

Önnur atrið sem bent var á á ráðstefnunni og komu ekki fram í skýrslunni má nefna:

  • Lítil þekking á hvort og þá hvernig lífverur og vistkerfi aðlagast súrnun og vísbendingar um að það sé miklu flóknara en áður var talið.
  • Notkun líkana og sviðsmynda er eina tiltæka aðferðin sem til er í dag til að tengja saman núverandi þekkingu og hugsanleg félagsleg og efnahagsleg áhrif. Nauðsynlegt er að bæta þessi líkön og sviðsmyndagerð.
  • Nauðsynlegt er að koma skýrum skilaboðum um orsök og afleiðingu súrnunar bæði til ráðamanna, til almennings og inn í menntakerfið.

Heimasíða ráðstefnunnar