Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Bergþóra Kristjánsdóttir

Nú er búið að opna Stórahring í Dimmuborgum. Stórihringur er hringleið sem tekur 20-30 mínútur að ganga og liggur meðal annars að Gatkletti. Veðrið er búið að vera gott síðustu daga í Mývatnssveit og snjó hefur tekið hratt.

Vonast er til að hægt verð að opna alla göngustígana í Dimmuborgum um næstu helgi. En nánari tilkynning verður birt þegar þar að kemur.

Sjá fyrri tilkynningu um varúðarráðstafanir til verndunar í Dimmuborgum.