Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Árið 2008 voru einungis 4 íslensk fyrirtæki með Svansleyfi en í byrjun árs 2013 voru þau orðin 25. Þennan mikla vöxt má meðal annars rekja til þess að Umhverfisstofnun lagði aukna áherslu á þjónustu við leyfishafa og umsækjendur. Eins og margir muna þá skall á efnahagskreppa árið 2008 en ólíkt því sem sumir spáðu þá sáu íslensk fyrirtæki tækifæri í því að marka sér sérstöðu sem græn og vistvæn fyrirtæki og sóttu í auknum mæli um Svaninn.

Vistvæn innkaupastefna ríkisins 2009 –2012 hafði einnig þau áhrif að fyrirtæki sáu að í viðskiptum sínum við ríkið væri það kostur að geta boðið upp á umhverfisvottaða vöru eða þjónustu. Vöxtur Svansins á undanförnum árum hefur því verið einstakur og er það ekki síst áhugasömum og metnaðargjörnum leyfishöfum Svansins að þakka.