Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun stendur fyrir opnum kynningarfundi um breytt fyrirkomulag við tollafgreiðslu raf- og rafeindatækja mánudaginn 24. júní 2013, að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð kl. 15.

Einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu af fundinum á netinu. Vinsamlega sendið inn skráningu á netfangið ust@ust.is og tilgreinið hvort þið komið á staðinn eða óskið eftir að fylgjast með í gegnum netið. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Tækifæri gefst til fyrirspurna að loknu hverju erindi.

Dagskrá: 

  • Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
        Kynning á breyttri löggjöf um raf- og rafeindatæki 
  • Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
        Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda 
  • Steinþór Þorsteinsson, aðstoðardeildarstjóri hjá Tollstjóra
        Tollafgreiðsla raf- og rafeindatækja


Live video from your Android device on Ustream