Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í júní sl. gerði Umhverfisstofnun könnun á plastmerkingum umbúða mat- og hreinlætisvara í völdum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allar plastumbúðir eiga að bera merki sem tilgreinir plasttegund umbúðar sem er nauðsynlegt fyrir skilvirka flokkun og endurvinnslu. Markmiðin með könnuninni var að kanna tíðni réttra merkinga á stikkprufum og vekja athygli íslenskra framleiðenda á skyldu þeirra til að merkja plastumbúðir. 

Könnunin náði til 108 vara í sex vöruflokkum og leiddi í ljós að 78% umbúða voru merktar. 

  • Umbúðir utan um niðursneidd samlokubrauð voru í engum tilfellum merktar (0%). 
  • 78% umbúða utan um kjöt í plastbökkum voru merktar. 
  • 88% umbúða sósa voru merktar. 
  • 95% umbúða mjólkurvara voru merktar. 
  • 93% umbúða uppþvottalagar voru merktar. 
  • 92% umbúða hársápa voru merktar. 
  • Erlendar vörur voru oftar merktar (94%) heldur en þær íslensku (64%), og skýrist það helst af því að öll samlokubrauðin sem könnunin náði til voru íslensk. 

Hlutfall merktra og ómerktra vara: 22% ómerktar og 78% merktar

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið sendar á þær verslanir sem könnunin var framkvæmd í, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og helstu framleiðenda og birgja á Íslandi. 

Umhverfisstofnun hyggst kanna merkingar plastumbúða reglulega með það að markmiði að 95% skoðaðra umbúða verði rétt merktar árið 2017. 

 Tengt efni