Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Jimmy Connolly

Í júlí síðastliðnum heimsótti hópur Junior Rangers, frá skoska héraðinu Fife, Vatnajökulsþjóðgarð og hópstjórarnir voru Jill Darroch, kennari, og James Connolly, landvörður. Þetta er í annað sinn sem hópur kemur frá Junior Rangers til Íslands. Krakkarnir sem komu nú voru á aldrinum 14 til 16 ára og voru hér í eina viku. Þrír dagar fóru í sjálfboðaliðavinnu sem skipulögð var af Umhverfisstofnun þar sem meginverkefnið var að afmarka, hreinsa og bera möl á göngustíga í þjóðgarðinum. 

Í heild var heimsókn Junior Rangers bæði árangursrík og skemmtileg. Jill Darroch, umsjónarmaður hópsins, sagði eftir dvölina: „Þetta hefur verið mjög góð reynsla fyrir unga fólkið okkar og ég kann að meta stuðninginn sem hópurinn okkar og skólinn fær frá Umhverfisstofnun og sérstaklega René Biasone, sem vann með okkur og lét okkur líða vel. (…) Hver sem næstu verkefni verða, vona ég að þessi rótgróna og góða samvinna muni halda áfram.‟ 

Verkefnið var í umsjón Roger Whysall, liðsstjóra í sjálfboðaliðastarfi Umhverfisstofnunar.

Myndir

Junior Rangers í Skaftafelli sitja fyrir mynd fyrir faman skála

Junior Rangers í Skaftafelli sitja fyrir mynd á baki pallbíls

Junior Rangers í Skaftafelli við stígagerð