Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: René Biasone

Síðastliðið sumar naut Umhverfisstofnun aðstoðar bandarísks hóps sjálfboðaliða. Þeir komu frá School of International Training (SIT), sem heldur úti sumarverkefnum vítt og breitt um heiminn. SIT býður upp á verkefni á Íslandi sem beinist að öllum þáttum endurnýjanlegrar orku, allt frá uppsprettum hennar í náttúrunni til tæknilegrar nýtingar hennar og samfélagslegra og umhverfislegra áhrifa.  

Sjálboðaliðarnir þrettán (níu stelpur og fjórir strákar) unnu hörðum höndum í náttúruvætti Laugaráss sem er á rauðum lista yfir friðlýst svæði í hættu á Íslandi. Sjálfboðaliðarnir voru undir stjórn liðsstjóra SIT, liðsstjóra og umsjónarmanni Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar.

Verkefnið var fólgið í því að fjarlægja ágengar plöntur sem eru að kæfa niður bæði upprunalegt plönturíki og gamlar jarðmyndanir sem urðu til af völdum jökla á síðustu ísöld. Sjálfboðaliðunum tókst að fjarlægja 10% af lúpínu (Lupinus perennis) á svæðinu. 

Eftir verkefnið hittust sjálfboðaliðarnir á Umhverfisstofnun til að ræða náttúruvernd og sjálfboðaliðastarf í henni. Þetta var mjög ánægjulegur og árangursríkur dagur þrátt fyrir rigningu.

Myndir

Sjálfboðaliði frá School of International Training að yrkja lúpínu sumarið 2013

Sjálfboðaliðar frá School of International Training að yrkja lúpínu sumarið 2013