Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Norræni loftslags- og lofthópurinn (KoL) auglýsir eftir tilboðum í ráðgjafavinnu sem felst í skráningu á tæknilegum aðgerðum sem framkvæmdar hafa verið og minnkað hafa losun á metangasi á Norðurlöndum. 

Skráninguna á að nýta til að dreifa upplýsingum um fyrirmyndaraðgerðir til nágrannaríkjanna, sem geta stuðlað að enn frekari minnkun á losun metangass á Norðurlöndum og einnig verið hvetjandi aðgerðir gegn skammlífum loftslagsáhrifavöldum á alþjóðavettvangi. 

KoL á frumkvæði að verkefninu sem unnið er í framhaldi af yfirlýsingu norrænu umhverfisráðherranna Svalbarða yfirlýsingunni um skammlífa loftslagsáhrifavalda (SLCP) frá því í mars 2012

Tilboð skal senda til verkefnisstjóra loftslags- og lofthópsins Anna Gran, angra@mst.dk í síðasta lagi 28. nóvember 2013