Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í ár hefur Umhverfisstofnun gefið út fimm leyfi fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur. Leyfi voru veitt fyrir starfsemi í rannsóknarstofum Háskóla Íslands (í Öskju), Blóðbankans, Hjartaverndar, Orf Líftækni og Matís. 

Um er að ræða ýmis konar rannsóknir, þar sem unnið er með erfðabreytingar í ómeinvirkum örverum, eins og saurgerlinum E. coli, gersveppnum Saccharomyces cerevisiae og frumulínum spendýra, eins og er nánar lýst undir liðnum „Umfang starfseminnar” í viðkomandi leyfum. Leitað var umsagna Vinnueftirlitsins. Leyfin eru gefin út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Öll leyfin eru gefin út til 10 ára.