Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt


Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingu á stafsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. í Reykjanesbæ sem hefur starfsleyfi fyrir meðferð og förgun úrgangsefna allt að 25.000 tonnum árlega á athafnasvæði sorpbrennslustöðvarinnar sem gildi til 21. september 2032. 
 
Tillagan felur í sér breytingu á 4. og 5. tl. 1. mgr. í grein 1.2 í starfsleyfinu. Um er að ræða aukna heimild til móttöku sóttmengaðs úrgangs og spilliefna. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni móttekins úrgangs sorpbrennlsustöðvarinnar. 
Athugasemdir við tillögu að breytingu á starfsleyfi skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202403-380, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.  
 
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. ágúst 2024. 
Tengd skjöl: 
Umsókn um breytingu á starfsleyfi 
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Kölku Sorpeyðingarstöðvar sf. 
Niðurstaða Skipulagsstofnunar  vegna matsskyldufyrirspurnar 
Gildandi starfsleyfi