Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi hf. í Straumsvík. Rio Tinto hefur starfsleyfi til að framleiða allt að 212.000 tonn af áli í Straumsvík sem gildir til 28. október 2037.

Tillagan felur í sér breytingu á gr. 1.2 í starfsleyfinu. Sótt er um aukna framleiðsluheimild úr 212.000 tonnum í 230.000 tonn. Einnig felur breytingin í sér uppfærslu á ákvæði starfsleyfisins um vatnamál og aðrar minniháttar breytingar, sbr. tillaga að breytingu að starfsleyfi hér að neðan.
Óskað hefur verið eftir uppfærðu áhættumati og mun það verða birt um leið og það berst.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. ágúst 2024.

Tengd skjöl:
Umsókn um breytingu á starfsleyfi
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi hf. 
Gildandi starfsleyfi
Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna matskyldufyrirspurnar
Mat á áhrifum á vatn