Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun og bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsa hér með til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja fossa innan marka Mosfellsbæjar, Álafoss og Tungufoss sem og nánasta nágrennis þeirra. Tillögurnar eru að frumkvæði bæjarráðs Mosfellsbæjar. Samanlögð stærð svæðanna er 2791 hektarar.

Svæði þau sem friðlýsingarnar ná til eru í eigu Mosfellsbæjar.

Tillögurnar liggja frammi hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24 og á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar frá 12. apríl til 22. apríl. Þær eru ennfremur aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar sem og hér fyrir neðan.

Frestur til að skila inn athugasemdum og/eða ábendingum rennur út mánudaginn 22. apríl 2013.