Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsstöð Stjörnugríss hf. að Melum, Hvalfjarðarsveit. Rekstraraðili hefur heimild til að reksturs svínabús með allt að 8.000 stæðum fyrir eldisvín, þ.e. alisvín frá 30 kg lífþyngd.

Tillaga að nýju starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 14. maí til og með 11. júní 2024 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Athugasemdir bárust frá tveim aðilum og er gerð grein fyrir þeim í greinargerð.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.


Tengd skjöl
Starfsleyfi Stjörnugrís hf., Melum
Áætlun um lyktarstjórnun