Í samræmi við 4. grein reglugerðar um baðstaði í náttúrunni ber Umhverfisstofnun að birta lista fyrir, 1. mars ár hvert, yfir náttúrulaugar í 1. og 2. flokki.
4. gr. Flokkun baðstaða í náttúrunni. Baðstaðir í náttúrunni flokkast í þrjá meginflokka:
1. flokkur: Baðstaðir þar sem reglubundinn rekstur fer fram. Aðsókn baðgesta reglubundin yfir allt árið. Baðstaðir í 1. flokki eru starfsleyfisskyldir.
2. flokkur: Baðstaðir þar sem er tilfallandi rekstur fer fram. Aðsókn baðgesta getur verið reglubundin eða mismunandi eftir árstíðum. Baðstaðir í 2. flokki eru starfsleyfisskyldir.
3. flokkur: Baðstaðir þar sem ekki er um rekstur að ræða. Aðsókn baðgesta getur verið reglubundin eða mismunandi eftir árstíðum.
Heilbrigðisnefnd flokkar baðstaði á sínu starfssvæði og sendir Umhverfisstofnun fyrir 1. mars ár hvert lista yfir baðstaði í 1. og 2. flokki sem hafa starfsleyfi. Umhverfisstofnun birtir listann á vef stofnunarinnar þar sem heilbrigðisnefndir og rekstraraðilar geta komið á framfæri upplýsingum um lokanir og hættur í umhverfi baðstaðanna.
Flokkur 1 | Flokkur 2 | |
Heilbrigðiseftirlitssvæði | Náttúrulaug | Náttúrulaug |
HE - Austurland (HAUST) | Vök Baths, Vök við Urriðavatn, 701 Egilsstaðir | Laugarfell, Fljótsdalshrepp, 701 Egilsstaðir 2. setlaugar |
HE -Norðurland Vestra (HNV) | Engin | Reykir á Reykjaströnd |
HE -Norðurland Vestra (HNV) | Engin | Hveravellir |
HE -Suðurnesja (HES) | Bláa Lónið - Heilsulind | Engin |
HE -Suðurnesja (HES) | Bláa Lónið - Lækningalind | Engin |
HE -Suðurnesja (HES) | Bláa Lónið - Retreat | Engin |
HE -Norðurland Eystra (HNE) | Engin | Hjalteyri ehf. Hörgársveit |
HE -Norðurland Eystra (HNE) | Baðlónið - Mývatnssveit | Engin |
HE- Reykjavík (HER) | Ylströndin í Nauthólsvík | Engin |
HE- Vesturland (HVL) | Krauma ehf, Hótel Húsafell efh. rekstur Giljabaða, Lýsuhólslaug og Hreppslaug | Ströndin, Langasandi - Akranes |
HE-Suðurland (HSL) | Gamla Laugin, Hvammur, 854 Flúðir | Engin |
HE-Hafnarfjarðar og Kópavogs (HHK) | Engin | Engin |
HE-Vestfirðir (HVF) | Engin | Engin |
HE-Kjósasvæðis (HKJ) | Engin | Engin |