Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu bráðabirgðaheimildar fyrir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og HS Orku vegna lághitaborana á Reykjanesi.

Í  umsókninni kemur fram að á vegum Almannavarna er verið að undirbúa borun eftir lághitavatni á utanverðum Reykjanesskaga sem neyðarráðstöfun ef orkuver í Svartsengi yrði óstarfhæft. Þetta er liður í því að bregðast við þeirri yfirvofandi vá ef hraunflæði ógnar afhendingu heits vatns til byggða á Reykjanesi. Þrjár boranir eru fyrirhugaðar, ein hola á Njarðvíkurheiði – við hlið vegar að Stapafelli, ein á svæði við Vogshól, rétt við Njarðvíkurlögnina/vatnslögn úr Lágum og ein hola á svæði við Rosmhvalanes/Rockville (Suðurnesjabær).

Áformin voru auglýst frá 21. febrúar til kl 12:00 þann 22. febrúar 2024 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Bráðabirgðaheimild lághitaborana

Jarðborun umgengni vatnsverndarsvæði

Reykjanes jarðborun starfsleyfisskilyrði