Landslagsverndarsvæði Þjórsárdal

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skeiða- og Gnúverjahrepps, Skógræktarinnar, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og hagsmunaaðila vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæði sem var friðlýst í Þjórsárdal árið 2020.

Þjórsárdalur býr yfir jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu, sérstöku og fögru landslagi ásamt sérstökum náttúrufyrirbærum. Svæðið er friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þess eru náttúruvættin Hjálpafoss, Gjáin, Háifoss og Granni. Náttúruvættin eru friðlýst vegna sérkenna, þ.e. jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni. Svæði við Rauðukamba og Fossöldu er skilgreint sem svæði með sérreglum vegna viðkvæmni þess. Hið friðlýsta svæði er 58 km2 að stærð.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is og Hákon Ásgeirsson, hakon.asgeirsson@ust.is, eða í síma 591-2000

Verk- og tímaáætlun
Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

  • 7. fundur samstarfshóps, 20 febrúar 2023, fundargerð
  • 6. fundur samstarfshóps, 6. janúar 2023, fundargerð
  • 5. fundur samstarfshóps, 4. apríl 2022, fundargerð
  • 4. fundur samstarfshóps, 8. október 2021, fundargerð
  • 3. fundur samstarfshóps. 10. júní 2021, fundargerð
  • 2. fundur samstarfshóps, 5. febrúar 2021, fundargerð
  • 1. fundur samstarfshóps, 4. maí 2020, fundargerð

 

Sérstakir fundir - samráðsferli

  • Opinn íbúafundur í Árnesi. 13. september 2021, fundargerð
  • Vettvangsferð vegna hestaumferðar um svæðið við Stöng. 17. ágúst 2021, fundargerð
  • Fundur með þeim sem nýta Þjórsárdal fyrir þyrluferðir. 18. maí 2021, fundargerð
  • Fundur með fulltrúa Rauðukamba. 29. apríl 2021, fundargerð
  • Fundur með þeim sem nýta Þjórsárdal fyrir hestaferðir. 16. mars 2021, fundargerð
  • Fundur með þeim sem nýta Þjórsárdal fyrir hjólaferðir. 16. mars 2021, fundargerð

Áætlunin fór í sex vikna kynningarferli og frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum var til og með 24. apríl 2023. Frekari upplýsingar um áætlunina og kynningarferlið eru að finna hér.

Áætluninni var vísað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar 23. október 2023.