Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.
Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.
Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.
Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín.
Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvumum landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.
Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!
02.02.2023 til 20.02.2023
Umhverfisstofnun hefur umsjón með innleiðingu stjórn vatnamála, sem felur m.a. í sér að vinna að langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Eitt af okkar stærstu verkefnum í umhverfisvernd er að vernda vatn og koma í veg fyrir frekari rýrnun vatnsgæða. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á þessu sviði.
Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði vatnamála í teymi hafs og vatns. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugum hópi þar sem áhersla er lögð framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri samvinnu. Helstu verkefni sérfræðingsins felast í innleiðingu á verkefnum er tengjast framkvæmd laga um stjórn vatnamála s.s. vatnaáætlun Íslands, þar með talið aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni tengd verndun vatns t.d. úrvinnslu gagna um vatnsgæði, mat á ástandi vatns og álagi á vatnsauðlindina. Í starfinu felst jafnframt að vinna með fjölbreyttum hópi fag- og hagsmunaaðila að málefnum er varðar vatnsvernd sem falla innan starfssviðs Umhverfisstofnunar. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.
Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Vestmannaeyjar og Reykjavík.
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birnag@umhverfisstofnun.is - 5912000
Marianne Jensdóttir Fjeld - marianne.jensdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir sviðsstjóri, en Marianne Jensdóttir Fjeld, verkefnastjóri, veitir einnig nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.
Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.
Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is.
Stafræn þróun er áhersluverkefni og tekið er fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is
Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Starfshlutfall er 100 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2023
Sækja um03.02.2023 til 20.02.2023
Umhverfisstofnun leitar að öflugum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum í umsjón stofnunarinnar um allt land á komandi sumri. Um er að ræða heilsdagsstörf sem ýmist eru unnin í dagvinnu eða dagvinnu með breytilegum vinnutíma. Ráðningartími í störfin er mismunandi eftir svæðum, þau fyrstu hefja störf á vormánuðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi ásamt þjónustu við gesti svæðanna. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
Kristín Ósk Jónasdóttir - kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Sigrún Valgarðsdóttir - sigrunv@umhverfisstofnun.is - 5912000
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Starfssvæðin eru eftirfarandi
Nánari upplýsingar veita svæðissérfræðingar á hverju svæði fyrir sig, í síma 591 2000. Sjá einnig nánari upplýsingar á vefsíðunni Hvað gera landverðir.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsækjendur eru beðnir að tiltaka í textasvæði í umsókn á hvaða svæði þeir vilja helst starfa hafi þeir óskir um það.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2023
Sækja um