Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

dan-cook-NJNVaZR3lVE-unsplash-edited.jpg (2236931 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur starfsmannahópur með fjölbreyttan bakgrunn og sérhæfingu að verndun náttúru og umhverfis. Starfsstöðvar okkar eru níu talsins og eru þær um allt land. Almennt eru sérfræðingsstörfin okkar ekki bundin einni starfsstöð og við ráðum besta fólkið, óháð staðsetningu.

 Landverðir eru stækkandi hluti starfsmannahópsins og sumarið 2021 verða um 60 landverðir starfandi á þeim náttúruverndarsvæðum sem eru í okkar umsjón, auk gosstöðva í Geldingadölum. Landverðirnir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

 Við leggjum áherslu á að taka vel á móti starfsfólki okkar og undirbúa það vel fyrir verkefni sín. Umsóknir um laus störf fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisstofnana og laus störf til umsóknar birtast hér og á Starfatorgi.

 Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Störf laus til umsóknar


 

Sérfræðingur í vatnamálum

Sérfræðingur í vatnamálum

Umsóknarfrestur

14.09.2021 til 27.09.2021

Inngangur

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vatnamálum í teymi hafs og vatns. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu.

Megin verkefni sérfræðings felast í innleiðingu á verkefnum er tengjast framkvæmd laga um stjórn vatnamála s.s. vatnaáætlun Íslands, þar með talið aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni tengd verndun vatns t.d. söfnun og úrvinnslu gagna um vatnsgæði, mat á ástandi vatns og álagi á vatnsauðlindina. Í starfinu felst jafnframt að vinna með fjölbreyttum hópi fag- og hagsmunaaðila að málefnum er varðar vatnsvernd sem falla innan starfssviðs Umhverfisstofnunar. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Framfylgd laga og reglugerða á sviði vatnamála
 • Framkvæmd vatnaáætlunar fyrir Ísland
 • Málefni er varða vatnsgæði og vatnsvernd
 • Málefni er varða mengunarvarnir
 • Gerð leiðbeininga, umsagna, gagnaskil og samstarf við hagsmunaaðila
 • Erlent og innlent samstarf sem tengist stjórn vatnamála

Hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um háskólapróf á meistarastigi í raunvísindum sem nýtist í starfi, s.s. líffræði, verkfræði eða umhverfis- og auðlindafræði
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli
 • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

 

Tengiliðir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birnag@umhverfisstofnun.is - 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu. 

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Starfshlutfall er 100 - 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2021

Sækja um

Störf án staðsetningar

Um vinnustaðinn

Mynd: Dan Cook á Unsplash