Gögn í tengslum við vinnu á útfærslu sérreglu um takmörkun flugs við Látrabjarg

Gögn í tengslum við vinnu við útfærslu á sérreglu vegna takmörkun flugs við Látrabjarg

Látrabjarg er eitt stærsta fuglabjarg Evrópu og flokkast sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Líffræðileg fjölbreytni svæðisins er mikil og þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem byggist m.a. á fjölbreyttu fæðuframboði og búsvæðum fyrir fugla. Á svæðinu verpa fjölmargar tegundir fugla, þar á meðal tegundir sem flokkast sem ábyrgðartegundir Íslendinga og tegundir sem eru á válista. Lífríki í sjó er afar fjölbreytt og mikilvægt fæðusvæði varpfugla í bjarginu.


 Í 5. gr. friðlýsingarskilmála fyrir Látrabjarg er fjallað um stjórnunar- og verndaráætlun. Þar segir meðal annars að fjalla skuli sérstaklega um takmörkun flugs í áætluninni.

Samstarfshópur um gerð stjórnunar- og verndunaráætlunar hefur undanfarið unnið að útfærslu sérreglu um takmörkun flugs á viðkvæmasta tíma fuglanna í Látrabjargi ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands og Samgöngustofu.


Hér fyrir neðan má finna gögn í tengslum við þá vinnu. 

Bréf til Samgöngustofu 9. júní 2023

Umsögn frá Náttúrufræðistofnunun Íslands -  Takmörkun flugs við Látrabjarg 4. september 2023

Fundargerð - Samráðsfundur með Samgöngustofu vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg 25. janúar 2023

Greinargerð um þær athugasemdir sem bárust Samgöngustofu í samráðsferli við notendur loftrýmis í nóvember 2022

Bréf til Samgöngustofu 31. október 2023

Niðurstaða útfærslu á sérreglu


Niðurstaða á samráðs- og samstarfsferlinu með Samgöngustofu var sett fram í byrjun desember 2023 þar sem Samgöngustofa féllst á útfærslu Umhverfisstofnunar með vísan í rökstuðning sem lagt var upp með í erindum Umhverfisstofnunar þann 9. júní 2022 og 31. október 2023, en útfærslan á sérreglunni verður eftirfarandi: 

Allt flug innan 3500 feta frá sjávarmáli innan friðlandsins er óheimilt á tímabilinu 1.apríl– 31. ágúst. Undanskilið banninu eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar og annarra stofanana sem sinna lögbundum rannsóknum og eftirlitshlutverki með náttúru- og menningarminjum.

Samgöngustofa telur mikilvægt að miða flughæðir við sjávarmál þar sem hæðarmælar flugvéla eru stilltir m.v. sjávarmál.
Jafnframt óskaði Samgöngustofa eftir því að Umhverfisstofnun útfæri textann með tilliti til Flugmálahandbókarinnar þar sem takmörkunin verður birt.