Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum á ári af regnbogasilungi í Fáskrúðsfirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg hjá sveitarstjórn Fjarðabyggðar á tímabilinu 9. maí – 7. júní 2018. 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu muni bersast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. júní 2018.

Tengd skjöl

Tillaga að starfsleyfi
Umsókn
Gæðahandbók (Vöktunaráætlun á bls 32 í gæðahandbók, viðbragðsáætlanir á bls 34 í gæðahandbók)