Flug

Flugvél á flugiLosun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi hefur aukist mikið og mun koma til með að aukast meira í framtíðinni. Því er spáð að árið 2020 verði losun frá flugstarfsemi 70% meiri en árið 2005, jafnvel þó að eldsneytissparnaður muni verða 2% ári. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að fram til ársins 2050 gæti vöxturinn orðið 300-700%.

Evrópusambandið hefur þess vegna gripið til aðgerða til að draga úr losuninni í Evrópu og að vinna með alþjóðasamfélaginu við að þróa aðferðir með alþjóðamarkmið að leiðarljósi. Einn þáttur í stefnu ESB í loftslagsmálum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi.

Flug var fellt undir viðskiptakerfið með losunarheimildir frá 1. janúar 2012 með tilskipun 2008/101/EB. Frá og með þeim tíma er flugrekendum skylt að afla losunarheimilda vegna losunar koldíoxíðs sem fellur undir gildissvið viðskiptakerfisins. Nokkrar tegundir flugstarfsemi eru undanþegnar gildissviði tilskipunarinnar, m.a. tollgæslu- og löggæsluflug og leitar-, björgunar- og neyðarflug. Þá tekur tilskipunin ekki til flugstarfsemi sem er undir tilteknum mörkum hvað varðar þyngd loftfara, umfang starfsemi flugrekanda eða árlega losun koldíoxíðs. Frá upphafi árs 2012 hefur losun koldíoxíðs frá öllum flugum til, frá og innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) – 28 aðildarríkjum ESB auk Íslands, Liechtenstein og Noregs – verið innan viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (EU ETS).

Losun frá flugi 2013-2016

Til þess að auðvelda fyrir samningaviðræðum um markaðstengt fyrirkomulag á alþjóðavettvangi í tengslum við losun frá flugi, voru flug til og frá Evrópu undanskilin árið 2012. Fyrir tímabilið 2013-2016 hefur löggjöfinni einnig verið breytt þannig að einungis losun frá flugi innan EES fellur undir viðskiptakerfið. Einnig hafa komið fram undanþágur fyrir flugrekendur sem eru með litla losun.

Þessar breytingar voru gerðar í kjölfar samkomulags Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í okóber 2013 um að koma á fót markaðstengdu fyrirkomulagi á alþjóðavettvangi í tengslum við losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum árið 2016 sem myndi gilda frá 2020, eftir áralangan þrýsting frá ESB.

Breytt lög gera ráð fyrir því að Framkvæmdastjórn ESB skili skýrslu til Evrópuþingsins og ráðsins um niðurstöðu 2016 ICAO þingsins og leggi til viðeigandi aðgerðir þar sem alþjóðleg þróun verði tekin með í reikninginn frá árinu 2017.

Á Íslandi var breytingunni komið fram með reglugerð 540/2014 um um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi umm beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020.

Reglugerðina má finna hér: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/540-2014

Reglugerð ESB (421/2014) : http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv:OJ.L_.2014.129.01.0001.01.ENG

Markaðstengdar ráðstafanir eru hagkvæmasta nálgunin

Eins og í iðnaði innan viðskiptakerfisins fá flugrekendur úthlutað losunarheimildum sem að ná ákveðnu hlutfalli af losun koltvísýrings í starfsemi þeirra ár hvert. Ákveðið var að bæta flugstarfsemi við viðskiptakerfið þar sem talið er að það sé hagkvæmast og umhverfisvænast við að hafa stjórn á losun frá flugi. Ákvörðunin byggði á niðurstöðum víðtæks samráðs við hagsmunaaðila og almenning auk greiningar á nokkrum markaðstengdum lausnum.

Upplýsingar fyrir flugrekendur

Fyrir 1. febrúar ár hvert uppfærir Framkvæmdastjórnin lista yfir þá flugrekendur sem að falla undir viðskiptakerfið. Listinn er birtur á heimasíðu Framkvæmdastjórnarinnar og má finna hér.

Það að flugrekandi sé ekki á listanum útilokar þó ekki að hann falli ekki undir viðskiptakerfið.

Einnig má finna algengar spurningar og svör hér.

Ef að einhverjar spurningar vakna er einnig hægt að hafa samband við Umhverfisstofnun í gegnum netfangið: ets-aviation@ust.is

Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda 2021-2023

12. sept. 2018

Umhverfisstofnun hefur lokið útreikningi á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda fyrir tímabilið 2021-2023.
Meira...

Losun frá flugi jókst um 13,2% milli ára

28. ágú. 2018

Losun frá flugi til og frá Íslandi jókst líkt og fyrri ár milli ára. Aukning losunar varð 13,2% milli áranna 2016 og 2017. Árið 2016 var losunin 718.624 tonn af CO2 en varð á síðasta ári 813.745 tonn af CO2.
Meira...

Áminning vegna skýrsluskila

01. feb. 2016

Samkvæmt 5. mgr. 21. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál skulu flugrekendur árlega senda Umhverfisstofnun skýrslu um losun koldíoxíðs á undangengnu almanaksári. Skýrslan skal berast Umhverfisstofnun í síðasta lagi 31. mars ár hvert skv. 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Skýrslan skal vera vottuð af óháðum vottunaraðila, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 72/2013.
Meira...

Úthlutun losunarheimilda til flugrekenda byggist í ríkum mæli á einsleitni, áherslu á jöfn samkeppnisskilyrði flugrekenda og miðstýringu stofnana bandalagsins.

Sameiginleg losunarmörk gilda fyrir bandalagið í heild en ekki fyrir hvert ríki um sig. Úthlutun til flugrekenda er samræmd í öllum ríkjum bandalagsins og byggist á svonefndu árangursviðmiði sem tekur mið af losun á hvern tonnkílómetra. Þannig er flugrekendum sem reka sparneytnar flugvélar ívilnað á kostnað þeirra sem losa hlutfallslega meira magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið í starfsemi sinni. Stærstum hluta losunarheimilda í kerfinu verður úthlutað endurgjaldslaust til flugrekenda, eða 85%, en 15% verða seld á uppboði. Endurgjaldslaus úthlutun til einstakra flugrekenda ræðst af svokölluðu árangursviðmiði sem tekur mið af því hversu mikið koldíoxíð flugrekandi losar í samanburði við aðra flugrekendur í kerfinu. Losunarheimildum hefur þegar verið úthlutað til flugrekenda en áður en til úthlutunar kom, var víðtækra upplýsinga aflað um sögulega losun og hlutdeild einstakra flugrekenda í henni. Vegna þessa hófst vöktun á losun frá flugi 1. janúar 2010 í samræmi við vöktunaráætlanir sem flugrekendur höfðu skilað inn til lögbærra stjórnvalda í hverju ríki fyrir sig.

Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda

Umhverfisráðherra setti þann 9. desember 2011 reglugerð nr. 1131/2011, um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda, og er hún í samræmi við ákvörðun Sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 21. október 2011. Með reglugerðinni hefur verið ákveðið eitt árangursviðmið fyrir viðskiptatímabilið 2012 og annað fyrir viðskiptatímabilið 2013-2020. Á tímabilinu 2012 fá flugrekendur úthlutað 0,6797 losunarheimildum fyrir hverja 1000 tonnkílómetra, en fyrir tímabilið 2013-2020 fá flugrekendur úthlutað á hverju ári 0,6422 losunarheimildum fyrir hverja 1000 tonnkílómetra.

Níu flugrekendur, þar af tveir íslenskir, sóttu um endurgjaldslausar losunarheimildir til Umhverfisstofnunar. Byggt á ofangreindum árangursviðmiðum og vottuðum upplýsingum frá flugrekendum um fjölda tonnkílómetra í starfsemi þeirra árið 2010 reiknaði Umhverfisstofnun úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda í viðskiptakerfi ESB fyrir viðskiptatímabilið árið 2012 og fyrir hvert ár á viðskiptatímabilinu 2013-2020.

Í kjölfar ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 62/2014 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, og að fellt verði inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um breytingu á tilskipun 2003/87/EB minnkaði gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, þar eð ekki skuli grípa til aðgerða gagnvart umráðendum loftfara að því er varðar:

 • alla losun frá flugi til og frá flugvöllum, sem eru staðsettir í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), á hverju almanaksári frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2016, 
 • alla losun frá flugi milli flugvallar, sem staðsettur á ysta svæði í skilningi 349. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, og flugvallar, sem er staðsettur á öðru svæði EES, á hverju almannaksári frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2016, 
 • innskil losunarheimilda, sem svara til sannprófaðrar losnar fyrir árið 2013, frá flugferðum milli flugvalla sem eru staðsettir í ríkjum EES, sem eiga sér stað eigi síðar en 30. apríl 2015 í stað 30. apríl 2014, og sannprófaða losun fyrir þessi flug sem skýrsla er gefin um eigi síðar en 31. mars 2015 í stað 31. mars 2014.
Þar af leiðandi fá þeir flugrekendur sem að fengið hafa úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum færri heimildum úthlutað í hlutfalli við minnkun á á skuldbindingum um innskil á losunarheimildum á tímabilinu 2013-2016. 

Umhverfisstofnun hefur endurreiknað úthlutun losunarheimilda til flugrekenda í viðskiptakerfi ESB fyrir tímabilið 2013-2016 í samræmi við reglugerð nr. 1131/2011 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda. 

Þeir flugrekendur sem hafa fengið úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum en eru undanþegnir frá viðskiptakerfinu vegna undanþágu til flugrekenda sem eru ekki í atvinnurekstri og eru með heildarlosun undir 1.000 tonnum af CO2 á ári, fá einungis úthlutað heimildunum en þær verða ekki millifærðar á reikninga þeirra. Ef að flugrekandi eykur virkni sína yfir 1000 t CO2 mörkin í framtíðinni verða heimildirnar millifærðar á reikning hans í skráningarkerfinu. 

Eftirtaldir flugrekendur fengu úthlutað og millifært heimildum:

CRCO Flugrekandi Úthlutun 2012 Árleg úthlutun 2013-2016 Heildarúthlutun 2013-2016
3176 FLUGFELAG ISLANDS 10.490 8.011 32.044
1479 ICELANDAIR 355.491 186.364 754.456

Eftirtaldir flugrekendur fengu úthlutað heimildum en ekki millifærðar þar sem þeir eru undanþegnir viðskiptakerfinu:

 


CRCO Flugrekandi Úthlutun 2012 Árleg úthlutun 2013-2016 Heildarúthlutun 2013-2016
28475 Silk Way Airlines 68.550 4 16
30279 Papier Mettler 66 61 244
36291 RAFAN HOLDING BV 40 1 4
35130 Switchback Argentina, LLC 1 0 0
35682 Investair 300, LLC 3 1 4
f10895 Cooper Industries 4 2 8
f12111 Supervalu Inc. 16 4 16

Sjóður fyrir nýja flugrekendur 

Af þeim 85% losunarheimilda í bandalaginu sem er úthlutað endurgjaldslaust til flugrekenda, verða 3% sett í sérstakan sjóð fyrir nýja flugrekendur eða flugrekendur. Á viðskiptatímabilinu 2013-2020 nær úthlutunin úr þeim sjóði til tímabilsins frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. Nýr þátttakandi í flugstarfsemi telst:

 • Flugrekandi sem hefur starfsemi að loknu vöktunarári yfirstandandi viðskiptatímabils (árið 2010)
 • Flugrekandi sem eykur fjölda tonnkílómetra í starfsemi sinni að meðaltali um meira en 18% á ári milli vöktunaráranna 2010 og 2014, að báðum árunum meðtöldum.

Flugrekandi telst þó ekki nýr þátttakandi ef flugstarfsemi hans er að öllu eða einhverju leyti framhald á flugsarfsemi sem áður hefur verið á vegum annars flugrekanda.

Flugrekendum sem óskuðu eftir úthlutun úr sjóði fyrir nýja flugrekendur bar að skila vöktunaráætlun fyrir tonnkílómetra í ágúst 2013, og skiluðu vottaðri tonnkílómetra skýrslu fyrir 30. júní 2015.

Umhverfisstofnun mun síðan senda umsóknirnar (tonnkílómetra skýrslurnar með rökstuðningi) til Evrópusambandsins fyrir 31. desember 2015. Ákvörðun bandalagsins um hverjir fái úthlutað heimildum verður síðan birt þann 30. september 2016 og fyrsta úthlutunin fer fram árið 2017.

Nánar um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda má finna í 18-20 gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber flugrekendum að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni í samræmi við vöktunaráætlun (eftirlitsáætlun) og skila árlega skýrslu um losunina til Umhverfisstofnunar. Slík skýrslugjöf er forsenda þess að unnt sé að ákvarða fjölda losunarheimilda sem flugrekandi skal standa skil á vegna viðkomandi árs og mikilvægt er að skýrslan sé ítarleg og stöðluð, einkum til þess að viðskiptakerfið sé sanngjarnt og nokkuð einsleitt óháð umsjónarríki viðkomandi flugrekenda. Skýrslan skal vottuð af óháðum vottunaraðila.

Flugrekendur skulu standa skil á eftirlitsáætlun (vöktunaráætlun) til lögbærra yfirvalda í umsjónarríki sínu (e. administering state) skv. tilskipun 2008/101/EB. Flugrekendur sem uppfæra eftirlitsáætlanir sínar skulu tilkynna lögbæru yfirvaldi sem fyrst um slíkar breytingar. Ef verulegar breytingar verða á aðferðafræði við vöktun (monitoring methodology) þarf viðkomandi flugrekandi að skila eftirlitsáætlunum að nýju til samþykktar hjá lögbæru yfirvaldi. Til verulegra breytinga á aðferðafræði teljast:

 • Breytingar á meðaltali árslosunar sem veldur því að flugrekanda er ekki lengur heimilt að nota aðferðarþrep 1 (e. tier 1) til að ákvarða eldsneytisnotkun.
 • Breytingar á fjölda flugferða eða árlegri heildarlosun sem leiðir til þess að flugrekandi telst ekki lengur smálosandi (small emitter) og er því ekki heimilt að notast við einfaldari eftirlitsaðferðir.
 • Verulegar breytingar á því hvaða tegund eldsneytis er notuð.

Sniðmát

Á viðskiptatímabilinu 2013 – 2020 ber flugrekendum að vakta losun og tonnkílómetra í samræmi við vöktunaráætlanir sem uppfylla kröfur reglugerðar 601/2012/ESB Sniðmátin sem að byggja á sniðmátum Framkvæmdastjórnarinnar má finna hér:

Losunarskýrslum skal einnig skila á eyðublöðum sem nálgast má hér:

Auk þess að skila inn vöktunaráætlun og losunarskýrslu skulu allir flugrekendur opna vörslureikning í skráningarkerfi með losunarheimildir. Reikningurinn gerir flugrekendum kleift að skila inn losunarheimildum, kaupa og selja heimildir og fá endurgjaldslausar losunarheimildir ef að við á. Upplýsingar um hvernig opna skuli reikning í skráningarkerfinu má finna hér.

Smáir losendur

Samkvæmt ákvörðun 339/2009/EB skulu flugrekendur sem að fara færri en 243 flugferðir á hverju tímabili í þrjú samfelld fjögurra mánaða tímabil, og flugrekendur þar sem heildarlosun er minni en 10.000 tonn af CO2 á ári teljast til smárra losenda. Þeir geta notað svokallað „small emitters tool“ til að ákvarða losun sína, sem finna má hér.

Aðrar leiðbeiningar

Holland hefur í samvinnu við Bretland birt mjög hagnýta túlkun á leiðbeiningum Framkvæmdastjórnarinnar um vöktun og skýrslugjöf til að aðstoða flugrekendur við gerð vöktunaráætlana og losunarskýrslna. Athygli er þó vakin á því að skjalið er ekki lagalega bindandi og ætti einungis að vera notað til hliðsjónar. Mikilvægt er að flugrekendur hafi samt sem áður góðan skilning á viðeigandi lögum og reglum.

Skjalið má finna hér.

Að auki hefur breska umhverfisstofnunin gefið út leiðbeinandi vöktunaráætlanir fyrir flugrekendur. Vinsamlegast athugið að skjölin eru einungis til hliðsjónar og að þau gætu litið öðruvísi út eftir því hvaða flugrekenda um ræðir.

Vottun á skýrslum flugrekenda 

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál skulu flugrekendur sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) árlega skila vottaðri skýrslu um losun koldíoxíðs til Umhverfisstofnunar. Skýrslu skal skila fyrir 31. mars ár hvert. 

Skýrslur um losun koldíoxíðs skulu vottaðar af óháðum aðila sem hefur hlotið faggildingu sem vottunarstofa í viðskiptakerfinu. Vottun skal vera í samræmi við reglugerð 600/2012/ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur látið útbúa leiðbeinandi skjöl, til að auka skilning og samræmingu.

 Enn hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu á Íslandi, en flugrekendum er heimilt að nýta sér þjónustu vottunarstofa frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins, að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum: 

 1. Vottunarstofan hefur hlotið faggildingu til að sinna vottun fyrir flugrekendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og sú faggilding stafar frá stofnun sem hefur staðist jafningjamat sem framkvæmt er af Evrópustofnun um samvinnu á sviði faggildinga (European Co-operation for Accreditation, EA). 
 2. Vottunarstofan starfar á ensku eða norðurlandamáli (öðru en finnsku). 
 3. Vottunarstofan er óháð viðkomandi flugrekanda. 

Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um viðurkenningu erlendra vottunarstofa og birtir lista á heimasíðu sinni yfir þær vottunarstofur sem hafa verið viðurkenndar (sjá hér að neðan). Vottunarstofa sem óskar eftir að þjónusta flugrekendur undir umsjón Íslands skulu senda faggildingarskjal á ensku eða norðurlandamáli (öðru en finnsku) til Umhverfisstofnunar.

 Umhverfisstofnun getur í sérstökum tilfellum viðurkennt vottunarstofur þrátt fyrir að ofangreind skilyrði séu ekki fyrir hendi. 

Listi yfir faggilta vottunaraðila sem hafa verið viðurkenndir af Umhverfisstofnun til að votta skýrslur flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir 

Ernst & Young Associés (France)

 • 41 Rue Ybry
 • 92200 Neuilly Sur Seine cedex
 • Tel: +33-146937548 
 • Fax: +33-158472427
 • Website: www.ey.com 
 • Umboðsaðili á Íslandi: Ernst & Young ehf. 
 • Borgartún 30
 • 105 Reykjavík 
 • Tel: +354 595 2500 

British Standards Institution trading as BSI 

 • Beech House 
 • Breckland 
 • Linford Wood 
 • Milton Keynes
 •  MK14 6ES 
 • Contact: Mr Andrew Launn 
 • Tel: +44 (0)845 080 9000 
 • Email: Andrew.Launn@bsigroup.com 
 • Website: www.bsigroup.com 
 • Umboðsaðili á Íslandi: BSI á Íslandi 
 • Skúlagötu 19 
 • 101 Reykjavík 
 • Tel: +354 414 4444 

Lucideon CICS Limited

 • Queens Road
 • Penkhull 
 • Stoke-on-Trent 
 • ST4 7LQ 
 • Contact: Mr Tim Watts 
 • Tel: +44 (0)1782 411008
 • Fax: +44 (0)1782 764363 
 • Email: support@lucideon.com
 • Website: www.lucideon.com/assurance

TÜV Rheinland

 • Michael Pohlmann
 •  Bernard-Eyberg-Straße 81 
 • 51427 Bergisch Gladbach 
 • Germany 
 • Contact: Mr. Michael Pohlmann 
 • Tel: +49 (0)2204 96 37 15 
 • Fax: +49 (0)2204 96 37 14
 • E-Mail: m.pohlmann@emissiontra.de 
 • Website: http://www.tuv.com/en/corporate/home.jsp

Guido Harling at ETS Verification GmbH 

 • Guido Harling 
 • Altstadtparkplatz 3 
 • 49545 Tecklenburg 
 • Germany 
 • Contact: Guido Harling 
 • Tel: +49 5482 5099 866
 • E-Mail: Guido.Harling@ETSVerification.com 
 • Website: http://www.ETSVerification.com

VerifAvia (UK) Ltd 

 • Suite 13399, 2nd Floor 
 • 145-157 St John Street 
 • London 
 • EC1V 4PY 
 • Contact: Mr Julien Dufour
 •  Tel: +33 665 697 489 
 • Fax: +33 183 621 618 
 • E-Mail: julien.dufour@verifavia.com
 •  Website: http://www.verifavia.com 

Verifier Services

 •  25 Drury Street
 •  Dublin 2
 •  Ireland 
 • Contact: Mr. Colm O´Connor
 •  Tel: +353 (1) 6727074
 • Fax: +353 (1) 6778025 
 • E-Mail: info@verifier.ie
 • Website: http://www.verifier.ie
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira