Skráningarkerfi

Reykur úr iðnaðarstromp og CO2 ritaði í skýinSkráningarkerfi ESB með losunarheimildir er vettvangur þar sem bæði fyrirtæki og einstaklingar geta átt reikninga sem geyma losunarheimildir, sem gefnar eru út í ETS kerfinu, í þeirra eigu.  Þeim fyrirtækjum sem falla undir tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi með losunarheimildir er gert skylt að eiga sérstaka vörslureikninga í skráningarkerfinu. Í raun virkar skráningarkerfið eins og netbanki, en reikningshafar geta millifært losunarheimildir sín á milli í samræmi við kaupsamninga. Fyrirtæki og einstaklingar, sem ekki hafa fengið úthlutað losunarheimildum í samræmi við ofangreinda tilskipun ESB, geta orðið sér úti um heimildirnar á uppboðum, í gegnum kauphallir, eða keypt beint af eigendum losunarheimilda utan skipulagðra markaða. 

Nánari upplýsingar um stofnun reikninga í skráningakerfinu er að finna í flipunum hér að ofan. 

Skráningarkerfið sem samanstendur af skráningarkerfum aðildarríkja ETS og viðskiptadagbók Bandalagsins (Community Independent Transaction Log - CITL) er kjarni viðskiptakerfisins. Skráningarkerfið tryggir nákvæmt bókhald allra losunarheimilda sem gefnar eru út vegna ETS en þar er skráð og fylgst með eignarhaldi heimilda á sama hátt og bankakerfi skráir eignarhald fjármagns.

Hægt er að skoða upplýsingar um færslur, reikninga og reikningseigendur á heimasíðu kerfisins.

Endurskoðun á tilskipun Evrópusambandsins vegna ETS sem samþykkt var árið 2009 kveður á um sameiginlegt skráningarkerfi innan Evrópusambandsins. Skráningarkerfið kemur til með að vera rekið af framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins og mun leysa af hólmi skráningarkerfi sem nú eru hýst af aðildarríkjum.

Áætlað er að fjöldi notenda að skráningarkerfinu verði yfir 25.000. Allar millifærslur sem munu eiga sér stað verða háðar samþykki viðskiptadagbókar Evrópusambandsins (EUTL), sem leysir af hólmi CITL.

Ísland er aðili að skráningarkerfinu og hægt verður að sækja um stofnun reiknings frá og með 20. júní 2012. Umsóknarferlið felur í sér skráningu á heimasíðu kerfisins og afhendingu skjala til Umhverfisstofnunar. Eins og stendur hefur skráningarkerfið ekki verið tekið í notkun en umsækjendum um reikning verður tilkynnt á heimasíðu Umhverfisstofnunar hvenær þeir geta hafið umsóknarferlið.

Þessi síðar er ætluð sem leiðarvísir til að aðstoða umsækjendur við að skila inn fullnægjandi umsókn um stofnun vörslureiknings í skráningarkerfi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins með losunarheimildir. Reikningar sem stofnaðir eru hjá Umhverfisstofnun eru í umsjón stofnunarinnar.

Nauðsynlegt er að tilnefna a.m.k. tvo viðurkennda fulltrúa fyrir reikninginn sinn. Viðurkenndir fulltrúar verða aðalnotendur skráningarkerfisins fyrir hönd þess aðila (fyrirtækis, eða einstaklings) sem tilnefnir þá. Að auki getur umsækjandi tilnefnt fleiri viðurkennda fulltrúa þegar reikningur hefur verið stofnaður og aðgangur að reikningnum hefur verið veittur.

 1. Fylla þarf út upplýsingaeyðublað í flipanum hér að ofan.
 2. Stofna þarf notendur í skráningarkerfinu. Athugið að notendur þurfa að vera þeir sömu og "authorized   representatives" í upplýsingaeyðublaðinu.
          Leiðbeiningar um stofnun notanda í skráningarkerfinu   
          Heimasíða skráningarkerfisins (Smellið á Iceland)
          Notendaskilmálar
 3. Senda tilskilin fylgiskjöl allra aðila, þ.e. notenda og fyrirtækis.

Ef reikningurinn er stofnaður í þeim tilgangi að hægt sé að færa losunarheimildir af honum þá þarf umsækjandi að tilnefna a.m.k einn viðurkenndan viðbótarfulltrúa, en samþykki þess aðila er ávallt krafist til að hefja vissar milifærslur af reikningi.

Ef upp koma einhver vandamál vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð skráningarkerfisins: ets-registry@ust.is.

Umsækjendur þurfa að afhenda Umhverfisstofnun skjöl til staðfestingar á skráningu stofnunar, fyrirtækis, eða auðkenni einstaklinga sem umsækjanda. Einnig þarf að afhenda skjöl til staðfestingar á auðkenni einstaklinga sem tilnefndir eru sem viðurkenndir fulltrúar.

Þegar umsækjandi hefur lokið rafrænni skráningu og hefur skráð sig sem notanda á vefsíðu skráningarkerfisins fer umsóknin í ferli hjá Umhverfisstofnun sem veitir umsókninni lokasamþykki og aðgang að reikningnum. Lokasamþykki og aðgangur að reikningi verður aðeins veitt þegar fullnægjandi umsókn með fylgiskjölum fyrirtækis og allra viðurkenndra fulltrúa hefur borist Umhverfisstofnun og greitt hefur verið fyrir stofnun- og árgjald reiknings. Röng eða ófullnægjandi skjöl um skráningu fyrirtækis eða auðkenni viðurkennda fulltrúa koma til með að tefja umsóknina.

Allir reikningshafar (ef lögaðili þá forstjóri eða ritari með umboð til undirskriftar fyrir hönd lögaðila) verða að afhenda fullnægjandi umboði handa viðurkenndum fulltrúum. Vinsamlegast notið eyðublaðið „power of attorney."

Allir viðkurenndir fulltrúar og viðurkenndir viðbótar fulltrúar verða að afhenda afrit af skjölum sem staðfesta auðkenni þeirra og lögheimili.

Allir viðkurenndir fulltrúar og viðurkenndir viðbótar fulltrúar verða að einnig afhenda afrit af sakaskrá.

Skjöl sem krafist er af lögaðila (fyrirtæki, stofnun)

Skjöl sem krafist er vegna viðurkenndra fulltrúa og viðurkenndra viðbótarfulltrúa

 • Gögn sem staðfesta auðkenni tilnefnda aðilans og sem geta verið staðfest afrit af öðru hvoru af eftirfarandi:
  • a) vegabréfi eða kennivottorði sem gefið er út af ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða Efnahags- og framfarastofnuninni,
  • b) einhverju öðru vegabréfi, sem eitthvert sendiráð ESB hefur vottað að sé gilt.
 • Gögn sem staðfesta lögheimili tilnefnda aðilans, geta verið staðfest afrit af einhverju af eftirfarandi:
  • a) persónuskilríki, ef lögheimili viðkomandi kemur þar fram,
  • b) einhverjum öðrum skilríkjum, sem hið opinbera gefur út, þar sem er heimilisfang þess sem hefur fasta búsetu,
  • c) yfirlýsingu frá staðaryfirvöldum sem staðfesta fasta búsetu tilnefnda aðilans ef landið, þar sem fasta búsetan er, gefur ekki út persónuskilríki þar sem heimilisfang þess er hefur fasta búsetu er tilgreint,
  • d) einhverju öðru skjali sem er að öllu jöfnu tekið gilt í aðildarríki stjórnanda reiknings sem sönnun fyrir fastri búsetu tilnefnda aðilans.
 • Sakavottorð tilnefnda aðilans

Almennar kröfur vegna skjala

Nauðsynlegt er að öll skjöl sem skilað er til Umhverfisstofnunar uppfylli eftirfarandi kröfur varðandi uppruna og læsisleika: Afrit af skjölum sem skilað er skulu vera staðfest af sýslumanni.

Skil á umsókn

Til þess að umsóknarferlið gangi sem best fyrir sig er mikilvægt að allar upplýsingar og skjöl hafi borist Umhverfisstofnun fyrir 15. janúar. Með því móti gefst nægjanlegur tími til að framkvæma eftirlit með uppruna upplýsinga og skjala og klára umsóknarferlið. Umhverfisstofnun mælir með því að umsækjendur hefji söfnun upplýsinga sem fyrst svo hægt verði að mæta og takast á við vandamál tímanlega. Öll skjöl og upplýsingar skulu send sem pappírseintak til Umhverfisstofnunar á heimilisfangið hér að neðan. Til að flýta fyrir umsóknarferlinu er leyfilegt að senda auka rafrænt afrit af öllum skjölum á netfangið ets-registry@ust.is. 

Umhverfisstofnun
Beint til: Skráningakerfi ETS
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík

Nánari upplýsingar um skráningakerfið í síma 591 2000 eða í gegnum netfangið ets-registry@ust.is.

Gjöld

Umhverfisstofnun innheimtir eftirfarandi gjald vegna stofnunar reikninga í skráningakerfinu

Stofnun reiknings 
72 200 ISK
 Árgjald vegna reiknings* 
67 000 ISK

* Árgjald vegna reiknings reiknast frá þeim degi  þegar reikningur er stofnaður. Eingöngu er heimilt að innheimta árgjald margfaldað með X/365 þar sem X stendur fyrir fjölda þeirra daga sem eftir eru í viðkomandi ári þegar reikningur er stofnaður.

Umhverfisstofnun mun gefa út reikning og senda umsækjendum reikninga í skráningakerfinu.

Rekstraraðilar í iðnaði og skráningarkerfið

This guidance does not purport to be and should not be considered a legal interpretation of the provisions and requirements of Act No 70/2012 on Climate Change which transposes Regulation No. 1193/2011/EU, or any other related legal instrument. 

Rekstraraðilar í iðnaði, sem stunda starfsemi sem getið er í I. viðauka laga um loftslagsmál nr. 70/2012, skulu stofna vörslureikning rekstraraðila í þeim tilgangi að fara að tilskildum ákvæðum. Rekstraraðilar eru skyldugir til að hafa eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda hjá sér í samræmi við viðurkennda árlega losunareftirlitsáætlun (e. AEMP). Þar að auki skulu rekstraraðilar skila inn árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. AER) eigi síðar en 31. mars, þar sem losun gróðurhúsalofttegunda frá fyrra ári er tekin saman og vottuð af vottunaraðila. Þetta þýðir að losun fyrir árið 2013 skal tilkynnt eigi síðar en 31. mars 2014 og losun fyrir árið 2014 tilkynnt eigi síðar en 31. mars 2015 o.s.frv. 

Fyrir þann 30. apríl ár hvert skulu rekstraraðilar skila heimildum í skráningarkerfið er jafngildir vottaðri losun þeirra frá fyrra ári. Sé heimildum ekki skilað fyrir 30. apríl eða séu ekki nægilegar heimildir fyrir losun frá fyrra ári, er rekstraraðili skyldaður til að greiða sekt sem nemur 100 evrum fyrir hvert losað tonn af koltvísýringi sem heimildum hefur ekki verið skilað fyrir. Sektargreiðsla þessi undanskilur rekstraraðila ekki frá þeirri skyldu að skila heimildum sem vantar upp á, heldur færist sú skuld yfir á uppgjör næsta árs. 

Vinsamlegast athugið að skv. lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 skal rekstraraðili, innan 20 virkra daga frá gildistöku leyfis til losunar gróðurhúsalofttegunda, óska eftir því við Umhverfisstofnun að stofnaður verði vörslureikningur rekstraraðila í skáningarkerfið. Rekstraraðili skal skila inn til Umhverfisstofnunar öllum nauðsynlegum gögnum svo unnt sé að stofna reikning. 

Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram í umsókn um losunarleyfi skv. 8gr. laga um loftslagsmál nr. 70/2012: 

 • a) Starfsstöð og starfsemi rekstraraðila, þar á meðal þeirri tækni sem notuð er 
 • b) Hráefnum og hjálparefnum sem notuð eru í starfseminni og má ætla að valdi losun gróðurhúsalofttegunda 
 • c) Uppsprettum gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð 
 • d) Áætlun rekstraraðila um vöktun og skýrslugjöf um hana 

Stofnun vörslureikninga rekstraraðila í skráningarkerfið 

Eftirfarandi eru upplýsingar um ferli við stofnun vörslureiknings rekstraraðila á Íslandi í skráningakerfinu. Vinsamlegast athugið að vörslureikningur getur ekki verið stofnaður fyrr en öll nauðsynleg skjöl hafa borist Umhverfisstofnun og öll gjöld hafa verið greidd. Ófullnægjandi umsóknum verður vísað frá. 

1. Almennar upplýsingar

Viðurkenndir fulltrúar 

Fyrir hvern reikning skulu vera a.m.k. tveir viðurkenndir fulltrúar. Viðurkenndi fulltrúinn hefur aðgang að vörslureikningi rekstraraðili í skráningakerfinu og hefur leyfi til þess að hefja ferli s.s. skila heimildum og færa heimildir fyrir hönd reikningshafans. 

Mögulegt er að skipa fleiri en tvo viðurkennda fulltrúa fyrir hvern reikning. Þá er einnig mögulegt að skipa viðurkenndan viðbótarfulltrúa sem hefur einungis leyfi til þess að skoða reikninginn og samþykkja aðgerðir viðurkenndra fulltrúa, sé þörf á samþykki fyrir aðgerð. Leyfilegt er að skipa að hámarki 6 viðurkennda fulltrúa. 

Vinsamlegast athugið að ákveðnar aðgerðir í kerfinu krefjast þess að tveir viðurkenndir fulltrúar framkvæmi þær (eða einn viðurkenndur fulltrúi og einn viðurkenndur viðbótarfulltrúi, sjá neðar). Þessar aðgerðir eru: 

 • Viðbætur á skrá yfir áreiðanlega reikninga (e. Trusted account list) 
 • Skil á losunarheimildum (e. surrender of allowences) 
 • Ógilding losunarheimilda eða ógilding Kýótóeininga (e. cancelling) 
 • Millifærslur á losunarheimildum (e. transfer of allowences) 

Viðurkenndur viðbótarfulltrúi 

Leyfilegt er að skipa viðurkenndan viðbótarfulltrúa á vörslureikning rekstraraðila, það er þó ekki nauðsyn. Með því að skipa viðurkenndan viðbótarfulltrúa er hámarksöryggi reikningsins tryggt. Viðurkenndur viðbótarfulltrúi hefur aðgang að vörslureikningi rekstraraðila og getur samþykkt aðgerðir sem framkvæmdar eru af viðurkenndum fulltrúa reiknings. Viðurkenndur viðbótarfulltrúi virkar því sem annar undirritunaraðili á vörslureikningi fyrir aðgerðir sem þarfnast samþykkis og er það gert í þeim tilgangi að auka öryggi. 

Leyfilegt er að skipa fleiri en einn viðurkenndan viðbótarfulltrúa en þó að hámarki 10. 

Vinsamlegast athugið að þegar viðurkenndur viðbótarfulltrúi hefur verið skipaður á reikning er oftast þörf á því að hann samþykki aðgerðir eins og: 

 • Færslur á losunarheimildum milli reikninga 
 • Skil á losunarheimildum 

2. Umsóknarferli við stofnun vörslureiknings rekstraraðila

Áður en hægt er að óska eftir stofnun vörslureiknings rekstraraðila í skráningakerfinu þarf að fara í gegnum eftirfarandi atriði:

 1. 1. Lesa ,,Terms of Use of the Icelandic Emissions Trading Registry” í skráningakerfinu. 
 2. 2. Fylla út electrical information form
 3. 3. Stofna notandaaðgang í skráningakerfinu fyrir hvern tilnefndan viðurkenndan fulltrúa vörslureiknings. 
 4. 4. Senda öll tilskilin gögn (sjá kafla 3) til Umhverfisstofnunar. 
 5. 5. Greiða tilskilin gjöld (sjá neðar). 

Gjöld 

Umhverfisstofnun innheimtir eftirfarandi gjöld vegna stofnunar vörslureiknings rekstraraðila í skráningakerfinu. 

 • Stofngjald      72 200 ISK 
 • Árgjald*         67 000 ISK 

* Árgjald vegna reiknings reiknast frá þeim degi þegar reikningur er stofnaður. Eingöngu er heimilt að innheimta árgjald margfaldað með X/365 þar sem X stendur fyrir fjölda þeirra daga sem eftir eru í viðkomandi ári þegar reikningur er stofnaður. 

Umhverfisstofnun gefur út og sendir reikning á umsækjendur vörslureiknings rekstraraðila í skráningarkerfinu. Ekki er unnt að opna vörslureikning rekstraraðila fyrr en greiðsla hefur borist. 

Frekari upplýsingar

Öll tilskilin skjöl skulu send útprentuð til Umhverfisstofnunar, sjá heimilisfang neðar. Skynsamlegt er að láta rafræn eintök einnig fylgja með og eru þau send á netfangið: ets-registry@ust.is 

Heimilisfang Netfang Sími
Umhverfisstofnun
Beint til: Skráningarkerfi ETS
Sudurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Iceland
 ets-registry@ust.is 
 +354 591 2000 

Heimilsfang E-mail Sími Umhverfisstofnun Beint til: Skráningakerfi ETS Sudurlandsbraut 24 108 Reykjavík Iceland ets-registry@ust.is 591 2000 

Frá því að öll tilskilin gögn hafa borist til Umhverfisstofnunar getur tekið allt að 20 virka daga að opna vörslureikning rekstraraðila í skráningakerfinu eða láta umsækjanda vita sé umsókn ófullnægjandi. 

3. Tilskilin gögn

Eftirfarandi gögn þurfa að berast Umhverfisstofnun áður en vörslureikningur rekstraraðila í skráningakerfinu er opnaður. 

Skjöl sem krafist er af lögaðila (fyrirtæki, stofnun): 

 1. Afrit af skráningarvottorði 
 2. Listi yfir ábyrgðaraðila lögaðila (fyrirtæki, stofnunar), einhver þessara aðila verða að skrifa undir þau skjöl sem krafist er undirskriftar á.
 3. Umboð handa viðurkenndum fulltrúum og viðurkenndum viðbótarfulltrúum. Vinsamlegast notið eyðublaðið „power of attorney"

Skjöl sem krafist er vegna viðurkenndra fulltrúa og viðurkenndra viðbótarfulltrúa 

 1. Gögn sem staðfesta auðkenni tilnefnda aðilans og sem geta verið staðfest afrit af öðru hvoru af eftirfarandi: 
  • a) vegabréfi eða kennivottorði sem gefið er út af ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða Efnahags- og framfarastofnuninni, 
  • b) einhverju öðru vegabréfi, sem eitthvert sendiráð ESB hefur vottað að sé gilt. 
 2. Gögn sem staðfesta lögheimili tilnefnda aðilans, geta verið staðfest afrit af einhverju af eftirfarandi: 
  • a) persónuskilríki, ef lögheimili viðkomandi kemur þar fram, 
  • b) einhverjum öðrum skilríkjum, sem hið opinbera gefur út, þar sem er heimilisfang þess sem hefur fasta búsetu, 
  • c) yfirlýsingu frá staðaryfirvöldum sem staðfesta fasta búsetu tilnefnda aðilans ef landið, þar sem fasta búsetan er, gefur ekki út persónuskilríki þar sem heimilisfang þess er hefur fasta búsetu er tilgreint, 
  • d) einhverju öðru skjali sem er að öllu jöfnu tekið gilt í aðildarríki stjórnanda reiknings sem sönnun fyrir fastri búsetu tilnefnda aðilans. 
 3. Sakavottorð tilnefnda aðilans 

Nánari upplýsingar í síma 591 2000 eða netfang ets-registry@ust.is.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira