Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvarðanir um útgáfu leyfa ORF Líftækni hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera í gróðurhúsum í Asparlundi, Laugarási, Bláskógarbyggð.

Um er að ræða leyfi fyrir ræktun á erfðabreyttu byggi. Starfsemin fellur undir afmörkunarflokk 2, sbr. viðauka 2 reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaðanotkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Nánari upplýsingar má finna í greinargerðum með leyfunum.
Leyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Leyfið hafa þegar tekið gildi og mun gilda til 27. júní 2040.

Umsóknirnar voru sendar til Vinnueftirlitsins og ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur til umsagnar, í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 og reglugerðar nr. 276/2002.

Umsóknir rekstraraðila eru meðfylgjandi þessari tilkynningu ásamt umsögnum Vinnueftirlits og ráðgjafanefndar. Einnig eru meðfylgjandi viðbragðsáætlanir, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 276/2002.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar, skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fylgiskjöl
Leyfi Orf Líftækni hf. Asparlundi
Umsókn Orf Líftækni hf. Asparlundi
Umsögn nefndar um erðabreyttar lífverur
Umsögn Vinnueftirlitsins
Viðbragðsáætlun