Álafoss - viðbót - Álanesskógur

Mynd: Ingibjörg M. Bjarnadóttir

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar og Mosfellsbæjar unnið tillögu að viðbót við stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Álafoss. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss tók gildi í september 2020 með auglýsingu nr. 1023/2020.

Markmið með gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Álafoss er að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir verndun og uppbyggingu útivistarsvæðis í Álanesskógi sem liggur innan náttúruvættisins Álafoss.

Álafoss og nánasta umhverfi hans, ásamt Álanesskógi, var friðlýst sem náttúruvætti árið 2013 með auglýsingu nr. 461/2013.

Mosfellsbær stefnir á að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. auglýsingar um friðlýsingu Álafoss skulu framkvæmdir vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlun og verndar- og stjórnunaráætlun. Í gildandi stjórnunar- og verndaráætlun, frá 2020, fyrir náttúruvættið er ekki fjallað sérstaklega um stöðu og stefnu í Álanesskógi. Viðauki þessi tekur því eingöngu til skógarins enda eru áform Mosfellsbæjar í samræmi við markmið friðlýsingar og leiðarljós stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Að öðru leiti vísast til gildandi áætlunar um náttúruvættið.

Tillaga að viðbót við stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss er hér með lögð fram til kynningar:
Tengill á tillögu að áætlun
Tengill á aðgerðaráætlun

Upplýsingar um vinnu viðbótarinnar

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til og með þriðjudeginum 8. október 2024.

Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar hér að neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að athugasemdir sem sendar eru í gegnum heimasíðu birtast jafnóðum á heimasíðu kynningarinnar. Allar innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, ingibjorg.m.bjarnadottir@umhverfisstofnun.is og René Biasone Rene.Biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.