Stök frétt

Skrifað undir kortasamning milli Umhverfisstofnunar og Landmælinga Íslands um opnun landupplýsingavefs

Ársfundur Umhverfisstofnunar var haldinn í annað sinn sl. föstudag á Grand Hótel. Á fundinn mættu liðlega hundrað manns. Dagskráin var fjölbreytt og margir fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir. Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir setti fundinn og forstjóri Umhverfisstofnunar Davíð Egilson greindi frá helstu niðurstöðum ársskýrslu. Á fundinum var formlega skrifað undir kortasamning milli Umhverfisstofnunar og Landmælinga Íslands um opnun landupplýsingavefs.

Hér fyrir neðan má finna fyrirlestra og glærur frá fundinum.